Leikararparið Arnmundur Ernst Backman og Ellen Margrét Bæhrenz eignuðust sitt annað barn á dögunum. Frá þessu greindi parið í sameiginlegri færslu samfélagsmiðlum.

„Þessi litli herramaður kom í heiminn með hraði þann 12. janúar kl. 18:18. Öllum heilsast vel og við erum yfir okkur ástfangin,“ skrifar Ellen við fallega mynd af nýfæddum syni þeirra.

Fyrir eiga þau soninn Hrafn sem er fimm ára.

Lífið á Fréttablaðinu óskar fjölskyldunni til hamingju með nýjustu viðbótina.