Leikarinn Árni Beinteinn Árnason og Íris Rós Ragnhildardóttir, tónskáld eru að skilja eftir tæplega eins árs hjónaband. Smartland greinir fyrst frá.

Parið giftu sig í október 2020 og ætluðu að halda veisluna í ágúst í fyrra. Þremur dögum fyrir brúðkaupsdaginn greindist Íris með kórónuveiruna og þurftu þau að fresta veislunni í annað sinn. Íris neyddist því til að eyða deginum ein í einangrun.

Parið á einn dreng saman, Aron Beintein tveggja ára.