Fasteignasalan Gimli er komið með til sölu mikið endurnýjað rúmlega 300 fermetra einbýlishús á Arnarnesi með magnaðri grillaðstöðu úti á fallegum palli. Ásett verð er 155 milljónir.

Pallurinn var tekinn í gegn í fyrra og útieldhúsi bætt við.

Ekki er aðstaðan inni neitt síðri því eldhúsið er ný uppgert. Prato elhúsinnrétting frá Kvik með fallegri Black Stone borðplötu. Heimilistæki af vönduðustu gerð frá Rafha, span helluborð, snjallofni og innbyggðri uppþvottavél.

Í húsinu, samkvæmt uppfærðri skráningu frá 2017, eru tvær stofur og borðstofa, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, gestasnyrting, þvottahús og tæplega sextíu fermetra tvöfaldur bílskúr með millilofti.

Úti á verönd er heitur pottur og téð útieldhús, gróinn garður eins og víða á Arnarnesi. Garðurinn er stór en viðhaldslítill samkvæmt auglýsingunni, grasi vaxinn með miklum trjágróðri.

Útieldhús sem öllum dreymir um.
Hér væri notalegt að sitja.
Eldhúsið er einnig nýuppgert.
Hver elskar ekki arineld.
Bílskúrinn er tvöfaldur og með millilofti.
Arnarnesið fagra. Þar er gott að búa.