Hlauparinn Arnar Péturs­son og kærasta hans, Sara Björk Þorsteinsdóttir, greindu í dag frá nafni nýfæddrar dóttur sinnar á Instagram-síðu Arnars.

Parið greindi fyrst frá fæðingu hennar í mars. Og í dag hlaut hún nafnið Salka Sigrún.

Arnar er einn fremsti íþróttamaður þjóðarinnar, og þá sérstaklega í maraþonhlaupi. Sara Björk starfar hjá Nathan & Olsen og er ljósmyndari.