Arn­ar Grant og fyrrverandi eiginkona hans, Krist­ín Hrönn Guðmunds­dótt­ir, hafa sett glæsihýsi sitt á Arnarnesi á sölu.

Um er að ræða 232,3 fermetra einbýlishús með frístandandi 61,2 fermetra bílskúr. Þá kemur fram að eignarlóðin sjálf sé 1118 fermetrar „á rólegum og eftirsóttum stað með sjávarútsýni“.

Húsið er á tveimur hæðum og í því má finna heitan pott, arinn, fataherbergi og margt fleira. Hægt er að lesa nánar um eignina á fasteignavef Fréttablaðsins.

Mbl.is greindi fyrst frá því að húsið væri komið á sölu. Þar kemur fram að þau festu kaup á húsinu árið 2011 og hafi þau síðan gert húsið upp. Þá segir jafnframt að Arnar og Kristín selji nú húsið eftir að þau fóru hvort í sína átt eftir að upp komu um samband Arn­ars og Vítalíu Lazareva.

Uppfært

Fasteignamat hússins er 119,7 milljónir króna og brunabótamat er 145,65 milljónir króna. Arnar og Kristín keyptu húsið á sínum tíma á 72 milljónir, en þá var fasteingamat 61,1 milljón.

Fréttablaðið hafði samband við tvö löggilda fasteignasala og spurði út í eignina. Annar þeirra taldi líklegt að hún væri um það bil 200 milljóna virði og hinn giskaði á 225 milljónir króna.

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun