Leikarinn Arnar Dan Kristjánsson og myndlistakonan Sigríður Soffía Hafliðadóttir gengu í það heilaga síðastliðinn föstudag.

„Ég giftist besta vini mínum.. í laumi,“ skrifar Sigga Soffía á Instagram síðu sinni. Hjónin fengu samband sitt staðfest hjá sýslumanni í viðurvist sona þeirra tveggja og náinna vina.

Leynimakk í blokkarhverfi

Svo virðist sem heimsfaraldur hafi sett strik í reikninginn hjá parinu og greindi Sigga Soffía frá því að athöfn og veisla yrði tilkynnt síðar.

Það virðist þó ekki hafa komið í veg fyrir hamingjuríkan dag hjá turtildúfunum og birti Arnar eftirfarandi ljóð um brúðkaupsdaginn:

Sýslumaður staðfesti
Ást í óveðri
Leynimakk í blokkarhverfi
Vinur sem brokkaði
Maríus sofnaði
Hafliði hringberi
Frestun á partýi
Fallegt fallegra fallegri
Hjartavernd blikkaði
Nings ilmaði
Ég, Sigga, Strákarnir og Hliðarsmári.