Helgarblaðið

Arnaldur notar líka bannorðið hjúkrunarkona

Glæpsagnarithöfundurinn Arnaldur Indriðason notar orðið hjúkrunarkona í nýjustu bók sinni, Stúlkan hjá brúnni. Birgitta Haukdal var úthrópuð fyrir þá orðanotkun á dögunum.

Birgitta Haukdal er ekki eini rithöfundurinn sem hefur gerst sekur um umdeilda orðanotkun.

Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar, Stúlkan hjá brúnni, hefur að geyma bannorðið hjúkrunarkona. Bókin fjallar um Konráð, fyrrverandi lögreglumann, sem á að leita að barnabarni eldri hjóna, og er búin að vera við toppinn á bókasölulistum frá því hún kom út. 

Lesendur Arnaldar eru tryggir en frá því að hann gaf út Syni duftsins fyrir 20 árum hefur ein bók komið út á hverju ári sem allar seljast eins og heitar lummur. Búist er við að 500 þúsundasta eintakið seljist fyrir þessi jól.

Bannorðið setti heitar umræður af stað eftir að það birtist í bók Birgittu Haukdal um heimsókn Láru til læknis. Þá gerðu hjúkrunarfræðingar og fleiri harðorðar athugasemdir við úrelta staðalímynd stéttarinnar í bókinni þar sem notað var orðið sem bannað er að segja. Birgitta lét breyta orðinu í endurprentun í hjúkrunarfræðing.

Birgitta lét breyta bókinni í annarri prentun. Fréttablaðið/Samsett

Í bók Birgittu birtist hjúkrunarfræðingur í kjól með kappa á höfðinu en rúm 40 ár eru síðan íslenskir hjúkrunarfræðingar hættu að sinna starfi sínu með slíkan höfuðbúnað.

Bækur Arnaldar eru myndalausar og því stendur orðið þarna aleitt og yfirgefið þegar Konráð fer á gjörgæsludeild til að hitta Lassa. „Fáir voru á ferli á sjúkraganginum. Einstaka sjúkraliði eða hjúkrunarkona fór hljóðlega um og veitti honum ekki nokkra athygli. Hann ætlaði að segjast vera fjölskylduvinur Lassa ef einhver innti hann eftir erindinu en til þess kom ekki,“ skrifar Arnaldur. Ekki náðist í bókaforlag Arnaldar til að athuga hvort orðinu yrði breytt líkt og Birgitta gerði í endurprentun.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Helgarblaðið

Google-leitir ársins 2018

Tækni

Þrjú góð ráð um lykilorð

Helgarblaðið

Hera Hilmars: Konur dæmdar eftir útlitinu

Auglýsing

Nýjast

Jóla­hryllings­fjöl­skyldan snýr aftur

Eins og fætur toga – líka fyrir golfara

Bóka­­dómur: Ómót­­stæði­­legur stíl­g­aldur

Kalla inn jólin með ýmsum perlum tón­bók­menntanna

Á­fengi hjálpar manni að tala er­lend tungu­mál

Fegurðar­sam­keppni bóka er tíma­skekkja

Auglýsing