Arnaldur Indriða­son situr efstur á lista yfir mest seldu bækur þessarar viku með skáld­sögu sína Sigur­verkið. Þetta kemur fram í bók­sölu­lista Fé­lags ís­lenskra bóka­út­gef­enda yfir Mest seldu bækurnar 1. til 22. nóvember 2021.

Annað sætið vermir Birgitta Hauk­dal með barna­bókina Lára bakar og í þriðja sæti er Yrsa Sigurðar­dóttir með skáld­söguna Lok, lok og læs. At­hygli vekur að Sigur­verkið eftir Arnald er einnig í þriðja sæti yfir mest seldu bækur ársins, þrátt fyrir að hafa að­eins verið í sölu í nokkrar vikur.

Tíu mest seldu bækur þessarar viku eru eftir­farandi:

  1. Sigur­verkið – Arnaldur Indriða­son
  2. Lára bakar – Birgitta Hauk­dal
  3. Lok, lok og læs – Yrsa Sigurðar­dóttir
  4. Lára lærir á hljóð­færi – Birgitta Hauk­dal
  5. Úti – Ragnar Jónas­son
  6. Þín eigin ráð­gáta – Ævar Þór Bene­dikts­son
  7. Sex­tíu kíló af kjafts­höggum – Hall­grímur Helga­son
  8. Prjón er snilld – Sjöfn Kristjáns­dóttir
  9. Út­kall: Í auga felli­bylsins – Óttar Sveins­son
  10. Fagurt galaði fuglinn sá – Helgi Jóns­son, Anna M. Marinós­dóttir og Jón Baldur