Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrum Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland, og kærasti hennar Vignir Þór Bollason, kírópraktor gáfu syni sínum nafn um helgina. Drengurinn heitir Nói Hilmar og fæddist í júní síðastliðnum. Fyrir eiga þau dótturina Ástrós Mettu og deila systkinin afmælisdeginum 21. júní. Ástrós Metta hafði ekki boðið í 2 ára afmælisveislu og slógu þau tvær flugur í einu höggi með skírn sonarins og afmæli heimasætunnar.

Mynd/ skjáskot