Fyrir­sætan Arna Ýr Jóns­dóttir og kírópraktorinn Vignir Þór Bolla­son eignuðust síðast­liðinn föstu­dag litla stúlku sem heilsast vel en Arna til­kynnti þetta á Insta­gram síðunni sinni á laugar­daginn.

„Heil­brigða 15 marka stúlkan okkar Vignis fæddist í gær­kveldi eftir langa en afar góða fæðingu í Björkinni,“ skrifar Arna á Insta­gram. „Erum yfir okkur ást­fangin af litlu hár­prúðu dúllunni okkar og þakk­lát fyrir hversu heilsu­hraust hún er.“

Lífið hefur svo sannar­lega leikið við litlu fjöl­skylduna en parið skellti sér til Tenerife í apríl síðast­liðnum. Á Insta­gram síðu Örnu óska þekktar sam­fé­lags­miðla­stjörnur líkt og Tanja Ýr Ást­þórs­dóttir, Linda Ben og Sunn­eva Einars­dóttir parinu til hamingju með litlu prinsessuna.