Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrum Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland, á von á sínu öðru barni með kærasta sínum Vigni Þór Bollasyni. Parið tilkynnti þetta á Facebook fyrr í dag. „Við erum búin að opinbera að í júní 2021 verðum við fjögur," skrifaði Vignir Þór á Facebook.

Fyrir eiga þau saman dótturina Ástrós Mettu sem er eins og hálfs árs en Arna Ýr sagði frá komu hennar í Instagram-færslu á sínum tíma, „Heil­brigða 15 marka stúlkan okkar Vignis fæddist í gær­kveldi eftir langa en afar góða fæðingu í Björkinni. Erum yfir okkur ást­fangin af litlu hár­prúðu dúllunni okkar og þakk­lát fyrir hversu heilsu­hraust hún er.“

Eftir að frumburðurinn fæddist stofnaði parið fyrirtækið Taubleyjur sem selur umhverfisvænar vörur fyrir móðir og barn. Taubleyjur, sundbleyjur, fjölnota dömubindi og aukahluti.