Arna Ýr Jóns­dóttir, fyrrum Ung­frú Ís­land og Miss Uni­ver­se Iceland, og kærasti hennar Vignir Þór Bolla­son eignuðust dreng eina mínútu í mið­nætti í gær. Fyrir eiga þau saman dótturina Ást­rós Mettu sem átti tveggja ára af­mæli í gær.

Arna leyfði fylgj­endum sínum að fylgjast með að­draganda fæðingarinnar og frum­sýndi soninn þegar hann var að­eins nokkurra klukku­stunda gamall.

Deila afmælisdegi

Innan við sólar­hringur er frá því að Arna fór í belglosun. Allt var til­búið fyrir fæðinguna í gær en fyrir um 19 klukku­tímum kvaðst Arna vonast til að drengurinn myndi koma í heiminn daginn eftir. Allt kom fyrir ekki og deila syst­kinin nú af­mælis­degi.

Fæðingar­laug var blásin upp í stofu Örnu og Vignis í gær og klukkan tíu í gær­kvöldi kvaddi Arna fylgj­endur sína þar sem hún hafði misst vatnið.

Stærðarinnar drengur

Í morgun greindi fegurðar­drottningin síðan frá því að hún hefði fætt barnið eina mínútu í mið­nætti. „Þið trúið ekki hvað ég er orð­laus yfir því hvað þetta gekk hratt fyrir sig. Þetta var rosa­legt,“ sagði Arna á Insta­gram.

Barni og móður heilsast vel en það kom Örnu á ó­vart að drengurinn hafi verið svo stór, eða 18 merkur. „Ég er svo glöð að þetta tók svona stuttan tíma.“

Mynd/Instagram