Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrum Ungrfrú Ísland og flugfreyja, og Vignir Þór Bollason kírópraktor eiga von á sínu fyrsta barni. Arna Ýr greinir sjálf frá þessu á Instagram-síðu sinni þar sem hún segir „kraftaverk“ vera á leiðinni.

„Eitt lítið kraftaverk á leiðinni í júní, lífið leikur við okkur“ skrifar Arna Ýr við myndina. Fjölmargir hafa sent hamingjuóskir á parið, sem virðist vera í skýjunum ef marka má nýjustu mynd Örnu. 

Vignir Þór starfar sem fyrr segir sem kírópraktor og hefur sérhæft sig í meðhöndlun á óléttum konum og börnum á öllum aldri, að því sem fram kemur á heimasíðu hans, Arna Ýr ætti því að vera í góðum höndum á meðgöngunni.