Banda­ríski leikarinn Armi­e Hammer er nú sagður vera að slá sér upp með tann­fræðingi á eyjunni Grand Ca­yman, þar sem hann dvelur nú í ein­hvers­konar sjálf­skipaðri út­legð.

„Þau voru ný­lega í svo­kölluðu „kyrr­stöðu­fríi“ á austan­verðri eyjunni,“ segir heimildar­maður Pa­geSix. „Þau virðast vera hamingju­söm og líða vel hvort með öðru. Þau eiga marga vini og hún hefur kynnt hann fyrir vinum sem hann hefur ekki hitt áður þegar þau fara út saman.“

Orðsporið vekur óhug

Hammer tekur ástinni ef­laust fagnandi eftir hrak­föll síðustu mánaða. Ferill Hammer tók dýfu eftir að hann var á­sakaður um kyn­ferðis­of­beldi og ó­venju­legar hneigðir á borð við mann­át. Í mars síðast­liðinn sakaði kona hann um nauðgun og stað­festi lög­reglan að málið væri á þeirra borði.

Þá vöktu skila­boð sem leikarinn hafði sent konum nokkurn óhug. Í skil­a­­boð­un­um lýst­i leik­ar­inn því yfir að hann væri mann­æta, vild­i drekk­a blóð kvenn­a og beit­a þær of­beld­i.

Eigin­kona Hammer, Eliza­beth Cham­bers, sótti um skilnað frá eigin­manni sínum síðast­liðinn júlí og kvaðst vera í á­falli vegna á­sakananna. Þá birti hún færslu þar sem fram kom að Hammer hefði í­trekað haldið fram hjá henn­i í­trek­að eft­ir að þau geng­u í það heil­ag­a.