Bandaríski leikarinn Armie Hammer og sjónvarpskonan Elizabeth Chambers hafa selt einbýlishús sitt í Los Angeles fyrir fimm milljónir Bandaríkjadala, eða 640 milljónir íslenskra króna.
Húsið var sett á sölu í september síðastliðinn þegar hjónin skildu á borð og sæng. Hammer og Chambers eru nú að ganga í gegnum skilnað en þau hafa verið gift í tíu ár og eiga saman tvö börn.
Um er að ræða 583 fermetra, sjö svefnherbergja hús með sex baðherbergjum á vinælum stað í Wilshire Country Club hverfinu í Los Angeles. Hjónin keyptu húsið árið 2019 þegar allt lék í lyndi.

Í áfalli yfir mannætusögunum
Nýlega var greint frá því að Hammer hafi sent skilaboð þar sem fram kom að hann væri mannæta. Í skilaboðunum lýsti leikarinn því að hann vildi drekka blóð kvenna og beita þær ofbeldi.
Chambers kvaðst vera í áfalli yfir fregnunum og ef marka má færslur sem hafa birst um fyrrverandi eiginmann hennar hélt hann fram hjá henni ítrekað eftir að þau gengu í það heilaga.





