Band­a­rísk­i leik­ar­inn Armi­e Hamm­er og sjón­varps­kon­an Eliz­a­beth Cham­bers hafa selt ein­býl­is­hús sitt í Los Angel­es fyr­ir fimm millj­ón­ir Band­a­ríkj­a­dal­a, eða 640 millj­ón­ir ís­lenskr­a krón­a.

Hús­ið var sett á sölu í sept­em­ber síð­ast­lið­inn þeg­ar hjón­in skild­u á borð og sæng. Hamm­er og Cham­bers eru nú að gang­a í gegn­um skiln­að en þau hafa ver­ið gift í tíu ár og eiga sam­an tvö börn.

Um er að ræða 583 fer­metr­a, sjö svefn­her­bergj­a hús með sex bað­her­bergj­um á vin­æl­um stað í Wils­hir­e Co­un­try Club hverf­in­u í Los Angel­es. Hjón­in keypt­u hús­ið árið 2019 þeg­ar allt lék í lynd­i.

Garður hússins er heillandi.
Mynd/Realtor

Í áfalli yfir mannætusögunum

Ný­leg­a var greint frá því að Hamm­er hafi sent skil­a­boð þar sem fram kom að hann væri mann­æt­a. Í skil­a­boð­un­um lýst­i leik­ar­inn því að hann vild­i drekk­a blóð kvenn­a og beit­a þær of­beld­i.

Cham­bers kvaðst vera í á­fall­i yfir fregn­un­um og ef mark­a má færsl­ur sem hafa birst um fyrr­ver­and­i eig­in­mann henn­ar hélt hann fram hjá henn­i í­trek­að eft­ir að þau geng­u í það heil­ag­a.

Mjög hátt er til lofts og kunna eflaust margir að meta bogadregið loftið.
Mynd/Realtor
Gólfsíðir gluggar færa náttúruna inn í stofu.
Mynd/Realtor
Stærðarinnar svefnherbergi svíkur engann.
Mynd/Realtor
Eitt af sjö herbergjum í eigninni.
Mynd/Realtor
Borðstofan skartar fallegum listum og panel.
Mynd/Realtor
Eitt af sex baðherbergjum í fallegum lit.
Mynd/Realtor