Til eru fjölmargar aðferðir til að draga úr ógleði, þar á meðal lyf, plástrar, þrýstibönd, engifer, ilmkjarnaolíur, te og lækningatæki. Í tímaritinu Travel and Leisure er fjallað um ýmsar aðferðir til að taka á ferðaveikinni. Helsti ókostur lyfja er sagður svefndrungi sem fylgir þeim og varir löngu eftir að sjóferðin, bílferðin eða flugferðin er afstaðin. Plástrar eru sagðir geta gefið ágæta raun. Færri sögum fer af virkni engifers eða lyktarmeðferðar.

Lengi hefur verið þekkt að þrýstingur á ákveðna taug, P6, í úlnliðnum getur dregið úr ógleði. Armbönd sem þrýsta á taugina hafa lengi verið á markaðnum. Tímaritið Travel and leisure segir frá tæknilegri lausn til að virkja taugina í úlnliðnum til að hemja uppköstin. Tækið heitir Reliefband og er borið á úlnliðnum eins og úr. Það gengur fyrir rafhlöðum og gefur frá sér milda rafpúlsa sem örva miðtaugina í úlnliðnum. Taugaboðin hafa stillandi áhrif á þann hluta heilans sem stýrir ógleði og uppköstum og klínískar prófanir hafa staðfest að Reliefband virkar sem lækningatæki.

Armbandið gengur fyrir rafhlöðum og gefur frá sér milda rafpúlsa sem örva miðtaugina í úlnliðnum.

Í BioSpace, sem er stærsta tímarit heims á sviði lífvísinda, segir að Reliefband hafi þá kosti að áhrif þess séu stillanleg og stöðug. Stillandi áhrifin á ógleðina koma fram um leið og kveikt er á tækinu og notkun þess hefur engin eftirköst. Í BioSpace kemur fram að Reliefband hafi í upphafi verið þróað til að draga úr ógleði sjúklinga eftir skurðaðgerðir og ógleði sjúklinga í krabbameinslyfjameðferð og er enn notað í þeim tilgangi á sjúkrahúsum, en fór fyrir nokkrum árum í almenna sölu í Bandaríkjunum.

Reliefband hefur ekki verið á markaði í Evrópu fyrr en nýlega og er komið í sölu hér á landi á vefsíðunni reliefband.is þar sem hægt er að forvitnast meira um það. Samkvæmt rannsókn sem gerð var við Háskólann á Akureyri segjast níu af hverjum tíu sjómönnum hafa fundið fyrir sjóveiki og sjóriðu. Þá var tæpur helmingur svarenda að glíma við mígreni eða spennuhöfuðverk. Rúmlega 26 sjómenn tóku þátt í rannsókninni.

Reliefband-armbandið getur verið hjálplegt við aðstæður sem valda ógleði og uppköstum. Þar á meðal má nefna ferðaveiki (sjóveiki, flugveiki, bílveiki), meðgöngu, krabbameinslyfjameðferð, mígreni, kvíða, þynnku (timburmenn) og tölvuleikjaspilun. Reliefband er einnig stuðningur við ógleðistillandi lyf eftir skurðaðgerðir.