Söngkonan Ariana Grande vann til verðlauna á Grammy tónlistarverðlaunahátíðinni í gær, fyrir bestu poppplötuna en hún mætti ekki á hátíðina en fylgdist þess í stað með hátíðinni að heiman. 

Þrátt fyrir það ákvað söngkonan að klæða sig upp í kjólinn sem hún hafði ætlað sér að mæta í á hátíðina og birti hún mynd af sér í kjólnum á samfélagsmiðlinum Twitter.

Sjá einnig: Leynigesturinn Michelle hélt magnaða ræðu

Ástæða þess að hún mætti ekki má rekja til opinberra deilna hennar við skipuleggjendur hátíðarinnar um hvaða lag hún átti að flytja á keppninni en Grande sakaði einn af aðalskipuleggjendum keppninnar um að ljúga um sig. Umræddur skipuleggjandi sagði að söngkonan hefði einfaldlega ekki haft tíma til að setja saman atriði fyrir hátíðina. Ariana var ekki sátt og sagði skipuleggjendur reyna að hefta sköpunarfrelsi sitt.

„Ég veit að ég er ekki þarna í kvöld (treystið, ég reyndi og vildi enn sannarlega að það hefði virkað til að vera hreinskilin) og ég veit að ég sagði að ég reyni að láta svona hluti ekki á mig fá....en fjandinn....þetta er villt og fallegt. takk kærlega fyrir,“ ritaði söngkonan á Twitter í gær þegar í ljós kom að hún hafði unnið.