Popp­stjarnan Ariana Grande hefur nú verið í sjálf­skipaðri sótt­kví í ein­hvern tíma en tók sig til og gladdi fylgj­endur sína með nýrri mynd af sér. Myndin hefur vakið mikla lukku að­dá­enda þar sem um er að ræða fyrstu mynd í langan tíma þar sem sést í náttúru­legt hár Ari­önu.

Ariana er al­mennt með slétt hár og hár­lengingar en sýnir nú náttúru­legu krullurnar sínar. Einnig er hún með minni farða en venju­lega enda ekki á leiðinni á neinn við­burð í bráð.

Í sótt­kví með kærastanum

Ekki er þó hætt við að söng­konunni leiðist í sótt­kvínni þar sem nýi kærasti hennar, fast­eigna­salinn Dalton Gomez, dvelur með henni. Gomez hefur skapað sér feril út því að selja dýrara eignir í borg englanna til ríka og fræga fólksins.

Sam­kvæmt slúður­miðlinum E News hefur parið haldið sig heima fyrir síðustu viku og notið þess að vera í sam­vistum við hvort annað.

View this post on Instagram

get a load a dis

A post shared by Ariana Grande (@arianagrande) on