Lífið

Ariana Grande minntist Miller á Instagram

Söngkonan minnist rapparns Miller á Instagram í dag. Hún hefur slökkt á athugasemdum á Instagram-reikningi sínum.

Grande og Miller á góðgerðartónleikunum í Manchester Fréttablaðið/Getty

Söngkonan Ariana Grande birti mynd af rapparanum Mac Miller á Instagram-reikningi sínum í gær. Greint var frá því gær að rapparinn hefði fundist látinn á föstudaginn á heimili sínu í kjölfar ofneyslu fíkniefna.

Sjá einnig: Rapparinn Mac Miller látinn

Grande og Miller voru par í rúmlega tvö ár en hættu saman í apríl á þessu ári. Stuttu eftir það tilkynnti Grande að hún og Pete Davidsson væru trúlofuð. 

Grande slökkti á föstudaginn á athugasemdum á Instagram-reikningi sínum í kjölfar andláts Miller þar sem mikill fjöldi aðdáenda hans birtu athugasemdir á reikningi hennar og kenndu henni og Davidsson um andlát Miller.

Miller og Grande voru vinir og samstarfsfélagar um árabil og unnu saman að einum stærsta slagara Grande, This Way, áður en þau urðu formlega par árið 2016. Þau komu fram saman á góðgerðartónleikunum sem Grande skipulagði í Manchester eftir hryðjuverkaárás á tónleikum hennar í maí árið 2017 þar sem 22 létu lífið. Greint er frá á Huffington Post.

Myndina sem Grande birti má sjá hér að neðan. Grande skrifaði ekkert við myndina sem er af honum. Á myndinni sést hann horfa upp í myndavélina og sést glitta í strigaskó neðst í myndinni sem má ætla að séu hennar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Katrín Tanja selur miðbæjarslotið

Lífið

Fimmtugur forstjóri á fljúgandi ferð

Lífið

Katrín Tanja selur 70 milljóna króna íbúð í Skugganum

Auglýsing

Nýjast

Björn Leifsson veiddi „World Class“ fisk

Hrókurinn gerði gott gleði­mót á norður­hjara veraldar

Erfið barátta við krabbamein

Líkamsrækt og hlaup

tetesept á Íslandi

Áhrifarík meðferð við leggangaþurrki

Auglýsing