Bandaríska poppstjarnan Ariana Grande og unnusti hennar, fasteignasalinn Dalton Gomez, eru gengin í það heilaga. Parið gifti sig nýlega í innilegri athöfn á heimili Grande í Montecito í Kaliforníu.

Athöfnin var verulega lítil og var aðeins nánasta fólki parsins boðið, eða færri en tuttugu manns í heildina. „Herbergið var fullt af hamingju og ást. Þau og báðar fjölskyldur þeirra gætu ekki verið ánægðari,“ sagði fulltrúi söngkonunnar í samtali við PA.

Hin 27 ára Grande hefur verið í sam­bandi við með Gomez í um eitt og hálft ár, en þau eru á svipuðum aldri. Parið býr á heimili söng­konunnar í borg englanna í Kali­forníu. Þar dvöldu þau á meðan far­aldurinn herjaði á Banda­ríkin og urðu alveg einstaklega náin.

Þau tilkynntu síðan heiminum að þau væru trúlofuð síðastliðinn desember og virtust vera yfir sig spennt að eyða ævinni saman. „Að ei­lífu og að­eins lengur,“ skrifaði Grande á Instagram.

Engar myndir hafa verið birtar úr brúðkaupinu ennþá.
Fréttablaðið/Getty