Uppi­standarinn og spé­fuglinn Ari Eld­járn á einn af tólf fyndnustu bröndurum lista­há­tíðarinnar Edin­bur­gh Festi­val Fringe í ár að mati breska frétta­miðilsins The Guar­dian.

Brandarinn sem um ræðir vísar til skeggvaxtar, en tví­ræðni brandarans er án efa það sem kitlaði hlátur­s­taugar blaða­manns:

Edin­bur­gh Festi­val Fringe há­tíðin heldur upp á 75 ára af­mæli sitt í ár, en þetta er stærsta sviðs­lista­há­tíð í heiminum. Eins og nafnið gefur til kynna er hátíðin haldin í Edinborg í Skotlandi og stendur hún yfir í rúm­lega þrjár vikur í ágúst­mánuði á ári hverju.

Þetta er í þriðja skiptið sem Ari Eld­járn er með uppi­stand á há­tíðinni. Í ár ber uppi­stand hans heitið: Saga Class, en þar gerir Ari meðal annars svefn, for­eldra­hlut­verkið og trumbu­slátt að að­hláturs­efni.

Ari tók fyrst þátt á há­tíðinni árið 2017 með sýningunni Pardon My Icelandic, sem sló svo ræki­lega í gegn að for­svars­menn streymis­veitunnar Net­flix á­kváðu að gera þátt um hana. Þátturinn fór í sýningu í desember árið 2020.