Uppi­standarinn og hand­rits­höfundurinn Ari Eld­járn hlaut í dag Ís­lensku bjart­sýnis­verð­launin 2020 en Guðni Th. Jóhannes­son, for­seti Ís­lands og verndari verð­launanna, veitti Ara verð­launin við há­tíð­lega at­höfn á Bessa­stöðum. Verð­launin voru á­letraður gripur úr áli frá ISAL og ein milljón króna.

Þórunn Sigurðar­dóttir, Magnús Geir Þórðar­son, Rann­veig Rist og Örn­ólfur Thors­son sátu í dóm­nefndinni í ár en að þeirra mati til­heyrir Ari fá­mennum hópi lista­manna sem er bæði nýr en á sér langa sögu um allan heim og nær að tengja saman ó­líkar list­greinar.

„Ari segir sögur, af sjálfum sér, úr sínu nær­um­hverfi sem eru bráð­fyndnar. Hann hefur ein­stakan húmor fyrir sjálfum sér, þjóðinni og mann­eskjunni. Ari er sagna­maður nú­tímans og er frá­bær full­trúi ís­lenskrar menningar,“ segir í um­sögn dóm­nefndarinnar.

Komið víða við á ferlinum

Frá árinu 2009 hefur aðal­starf Ara verið uppi­stand en hann lauk stúdents­prófi frá Mennta­skólanum í Reykja­vík og stundaði MA nám í hand­rits­gerð í London Film School árið 2006. Hann hefur komið fram með uppi­stands­hópnum Mið-Ís­land og skrifað hand­rit að fjórum Ára­móta­skaupum.

Þá hefur hann komi­fram í sýningar­röðum með Sin­fóníu­hljóm­sveit Ís­lands, skrifað og leikið í þáttunum Dreka­svæðið, frá árinu 2016 sýnt 40 sýningar af Ára­móta­skaupinu og fleiri en hundrað sýningar í Edin­borg, Mel­bour­ne og London. Árið 2020 sendi hann síðan frá sér þáttinn Pardon

My Icelandic sem sýndur er víða um heim á Net­flix.
Ís­lensku bjart­sýnis­verð­launin hafa verið veitt ár­lega frá árinu 1981 en danski at­hafna­maðurinn Peter Bröste var upp­hafs­maður verð­launanna og hefur ISAL ál­verið í Straums­vík verið bak­hjarl verð­launanna frá því að Bröste dró sig í hlé árið 2000.