Kynningar

Áreiðanleg vörn gegn lúsasmiti

LeeLoop hárteygjan er byltingarkennd vara sem verndar hárið gegn lúsasmiti. Hún er þægileg og einföld í notkun, inniheldur eingöngu náttúrulega efni og virkar strax og hún er komin í hárið.

Jónína Birna Björnsdóttir segir að LeeLoop hárteygjurnar gefi frá sér lykt sem lúsin forðast og komi í veg fyrir lúsasmit í 95% tilvika. MYND/ERNIR

Nú er haustið að skella á með skólasetningum og tilheyrandi lúsapóstum frá skólum og leikskólum,“ segir Jónína Birna Björnsdóttir, vörumerkjastjóri hjá ÍSAM. „Margir kannast við þessa pósta og halda í vonina um að barnið sleppi við lúsina í þetta skiptið. En nú er hægt að bregðast við póstunum með fyrirbyggjandi aðgerðum og minnka þannig líkurnar á því að barnið fái lús.

LeeLoop hárteygjurnar innihalda eingöngu náttúruleg efni og geta sparað bæði tíma, peninga og áhyggjur.

ÍSAM hefur hafið sölu á LeeLoop hárteygjum, byltingakenndri vöru sem verndar hárið gegn lúsasmiti,“ segir Jónína. „Þessar einstöku teygjur innihalda 100% náttúruleg efni og ekkert skordýraeitur eða gerviefni. Þær innihalda efnasamsetningu (PhytoClear Complex) sem gefur frá sér lykt sem minnir helst á Eucalyptus og lúsin forðast en börnum líkar. Hún er auðveld í notkun og börn geta notað hana sjálf.

Teygjan virkar strax sem fyrirbyggjandi vörn gegn lúsasmiti þegar hún er sett í hárið og árangursprófanir sem voru gerðar á óháðum stofnunum sýna að í 95% tilvika kemur teygjan í veg fyrir lús,“ segir Jónína. „Teygjan er örugg í notkun fyrir öll börn frá þriggja ára aldri og getur sparað bæði tíma, peninga og áhyggjur. Hún virkar hins vegar bara sem fyrirbyggjandi vörn, en ekki þegar lúsin er komin í hárið.

LeeLoop teygjan er fáanleg víða um land. Hún fæst í nær öllum apótekum, verslunum Nettó, Fjarðarkaupum, stærstu verslununum Krónunnar, Þinni verslun, Hlíðarkaupum, Pétursbúð og verslunum Hagkaupa,“ segir Jónína. „Hver pakki inniheldur fjórar teygjur og hver teygja kostar um 300-400 krónur, þannig að pakkinn kostar ekki svo mikið og veitir forvörn í tvo mánuði.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kynningar

Líkamsrækt og hlaup

Kynningar

Gaman að fara í bað!

Kynningar

Öllum er mikilvægt að vinna

Auglýsing

Nýjast

Katrín Tanja selur miðbæjarslotið

Fimmtugur forstjóri á fljúgandi ferð

Katrín Tanja selur 70 milljóna króna íbúð í Skugganum

Björn Leifsson veiddi „World Class“ fisk

Hrókurinn gerði gott gleði­mót á norður­hjara veraldar

Erfið barátta við krabbamein

Auglýsing