Annþór Karlsson er orðinn afi. Dóttir hans Sara Lind Annþórsdóttir, fæddi sitt fyrsta barn, heilbrigða stúlku, eftir hádegi annan í jólum.

Annþór tilkynnti tíðindin stoltur á Facebook í gær.

Þá er ég orðinn AFI

Posted by Annþór Kristján Karlsson on Sunnudagur, 27. desember 2020

Fæðingin tók 30 klukkustundir

Tengdasonur Annþórs, Davíð Sigurðsson, hafði þá þegar flutt gleðifréttirnar á sama vettvangi. Í færslu sinni lýsir hinn nýbakaði faðir miklu stolti af unnustu sinni, en fæðingin hafi tekið 30 klukkustundir.

„Þessi jól munu vera bestu jól sem ég hef átt og fengum við Sara bestu jólagjöf sem hægt er að hugsa sér," segir Davíð.

Annþór vildi ekki tjá sig mikið um sinn nýja titil, þegar Fréttablaðið sló á þráðinn, en lét þess þó getið að það væri gott að eldast og hann hlakkaði til að takast á við afahlutverkið.

Annþór verður 45 ára 1. febrúar næstkomandi. Í ítarlegu viðtali sem Sölvi Tryggvason tók við hann fyrir skömmu má skynja bjartsýni á lífið og framtíðina en Annþór hefur nýlokið námi í byggingariðnfræði við Háskólanum í Reykjavík. Hann ætlar þó ekki að láta staðar numið og ætlar einnig að ljúka námi í byggingafræði.