Aflraunakonan Annie Mist Þórisdóttir er ein af 134 umsækjendum um einbýlishúsalóðir í uppbyggingarverkefninu Áslandi 4 í Hafnarfirði en listinn var birtur í bæjarráði í dag.

Á vef Hafnarfjarðarbæjar stendur að Ásland 4 verði fjölskylduvænt íbúðahverfi með grænu yfirbragði. Draumabyggð þeirra sem vilja leika og lifa í nánd við náttúruna.

Annie Mist hefur um árabil verið ein af fremstu aflraunakonum heims og hlaut tvisvar nafnbótina Hraustasta kona heims á Heimsleikunum í CrossFit.

Hún setti íbúð sína í Bryggjuhverfinu til sölu á síðasta ári en hún á eina dóttir, Freyju með unnusta sínum, Frederik Aegidius.