Annie Mist Þórisdóttir, Crossfit-meistarinn og fyrrum hraustasta kona heims, segir í nýrri færslu á Instagram að eftir barnsburð hafi fjölgað athugasemdum um magann á henni sem hún segir að hafi breyst við meðgöngu og eftir fæðingu, en hún eignaðist sitt fyrsta barn í október árið 2020.
„Ég fæ athugasemdir um að ég hljóti að vera að nota stera því að maginn á mér er úti og fæ oft spurningar um það hvort ég sé ólétt aftur,“ segir Annie og að það geti verið sárt.
Hún þakkar fylgjendum sem svara slíkum athugasemdum og koma henni til varnar en ítrekar að sama hvað er sagt þá verði maginn á henni aldrei eitthvað sem hún skammast sín fyrir.
„Ég veit að aðrir eiga í sömu baráttu og jafnvel þótt að flest okkar glími við einhvers konar óöryggi varðandi líkama okkar þá eru þeir ekki eitthvað sem við eigum að skammast okkur fyrir eða eru eitthvað sem ætti að fela.“
Færslan er hér að neðan.