Annar þáttur Krúnu­­varpsins, hlað­­varps Frétta­blaðsins um Game of Thrones er kominn á netið og má hlusta á þáttinn hér að neðan. Þátturinn er gefinn út viku­­lega sam­hliða hverjum þætti af Game of Thrones.

Ingunn Lára Kristjáns­dóttir, blaða­­kona á Frétta­blaðinu, leik­­skáld, leik­kona og fjötra­brjótur var þátta­­stjórnanda að þessu sinni til halds og trausts með sínu ein­s­taka inn­­sæi inn í þættina og bækurnar. Í þættinum að þessu sinni er annar þáttur áttundu seríu af Game of Thrones ræddur í þaula og hvað atburðir í honum þýða fyrir framhaldið.

Ekki verður farið með ítar­legum hætti yfir sam­ræðurnar hér til þess að gæta þess að eyði­leggja ekki fyrir þeim sem enn hafa ekki séð þáttinn.

Þó má nefna að meðal spurninga sem farið verður yfir eru lykil­spurningar um graf­hýsin og Nætur­konunginn. Allra hörðustu að­dá­endur þáttanna geta ekki látið hlað­varpið fram­hjá sér fara.

Frétta­blaðið verður með ítar­lega Game of Thrones um­fjöllun á vefnum á næstu vikum á meðan sýningu þáttanna stendur yfir.