Villi Neto, uppistandari og Eurovision aðdáandi með meiru, er gestur í öðrum þætti af Júró með Nínu og Ingunni á morgun.

Hann horfði á eitt ótrúlegasta Eurovision atriði síðari ára, framlag Azerbaijan árið 2008, Day after Day með Elnur & Samir.

„Ég er búin að hlusta á þetta svo oft,“ segir hann og hlær.

Pylsur, hárlengingar, úlfaflipp og morðráðgátur og fljúgandi húsgögn. Þetta má allt finna í Eurovision í ár.

Litháen ákvað að senda Liza Minnelli úr Cabaret í Eurovision og San Marino ákvað að strippa.

Fréttablaðið hitar upp fyrir Eurovision 2022 með „grín skríni“ með Júró-stjörnum og álitsgjöfum. Nína Richter og Ingunn Lára kryfja lögin og fara yfir allt það helsta sem þarf fyrir fullkomið Júró-partý. Fréttablaðið fylgir svo Íslandsliðinu alla leið til Torino til að gefa áhorfendum heima Eurovision og ítalska menningu beint í æð.

Hér fyrir neðan má sjá þáttinn í heild sinni.