„Langir en samt svo stuttir mánuðir og ár að baki. Það krefst hugrekkis að standa með sjálfum sér og berjast á móti ansi hörðum straumi,“ skrifar Anna María Bjarnadóttir baráttukona sem hlaut hugrekkisviðurkenningu Stígamóta árið 2022 í færslu á samfélagsmiðlum.
„Ég sé ekki eftir einu einasta skrefi,“ skrifar hún.
Á viðurkenningarskjali Stígamóta segir að: „Baráttukonan Anna María hóf baráttu sína fyrir réttlæti í heimi þar sem hugmyndir fólks um hvað er réttlátt er litað af peningum, völdum og skaðlegum viðhorfum í garð kvenna.“
Þá segir að hún hafi staðið keik og hafi rutt brautina fyrir aðra með hugrekki og staðfestu.