Leikararnir Anna Kendrick og Bill Hader hafa verið í leynilegu sambandi í um ár. Þetta kemur fram á vef People Magazine.

Anna er þekkt söngleikjaleikkona og hefur slegið í gegn í kvikmyndum á borð við Pitch Perfect og Into the Woods. Bill Hader er vinsæll gamanleikari sem hóf feril sinn á sjónvarpskjá Bandaríkjamanna í sketsþáttunum Saturday Night Live. Síðan þá hefur hann leikið bæði í grín og hryllingsmyndum eins og It, Superbad, Skeleton Twins og sjónvarpsþáttunum Barry.

Áður en Hader kynntist Kendrick átti hann í sambandi við OC-leikkonuna Rachel Bilson. Kendick hætti með kærasta sínum til sex ára árið 2020, breska kvikmyndagerðamanninum Ben Richardson.

Stefan er einn frægasti karakter Bill Hader í SNL.

People hefur eftir heimildum sínum að Kendick og Hader hafi viljað halda sambandinu leyndu og að heimsfaraldur Covid hafi gert það auðvelt.

Leikararnir hittust árið 2014 þegar Anna Kendrick var kynnir í SNL þætti. Þau léku einnig saman í jólamyndinni Noel sem kom út árið 2019.