Leik­konan Anna Rósa Parker er bú­sett í New York á­samt dóttur sinni og eigin­manni. Hún starfar einnig sem frum­kvöðull, höfundur og er mikill mann­réttindasinni. Hún hefur hrundið af stað verk­efni sem að­stoðar fólk innan lista­geirans að tengjast sín á milli og koma sé á fram­færi.

„Í dag vinn ég fyrir sjálfa mig með kúnnum víða útum heim sem aug­lýsinga­texta­höfundur og vöru­merkja­ráð­gjafi.“

Hafðir þú alltaf haft á­huga á leik­list?

„Já það má segja það. Ég held að ég hafi verið 7 ára þegar ég lék í fyrsta skóla­leik­ritinu. En ég hafði alltaf á­huga á að skrifa líka. Ég var hel­tekin af Guð­rúnu Helga­dóttur og ég reyndi sjálf að skrifa fyndnar sögur. Sem leik­konu voru mér stundum boðin verk­efni sem ég hafði engan á­huga á, en fékk svo oft ekki þau verk­efni sem mig langaði í. Þannig byrjaði ég að skrifa mitt eigið efni. Ég skrifaði ein­leik og nokkur leik­rit sem öll hafa verið fram­leidd á ein­hvern hátt. Mér finnst þetta „game” sem til­heyrir þessu starfi sér­stak­lega í Banda­ríkjunum mjög erfitt og leiðin­legt. Hurðir læstar og þú verður að spila á­kveðinn leik til að komast inn,“ út­skýrir Anna Rósa.

Mikil­vægt að fá stuðning

Anna Rósa lærði leik­list í Uni­versity of Was­hington in Seatt­le.

„Sem var einn af bestu leik­listar­skólum innan há­skóla í Banda­ríkjunum þegar ég var þar. Mér þótti á­huga­vert að ná mér í há­skóla­gráðu á sama tíma og ég var í leik­listar­námi.

Það er vitað að það er mjög sam­keppnis­hæft og erfitt að lifa af leik­list,“ segir Anna Rósa.

„Ég hefði viljað til­heyra ein­hvers­konar hópi eða sam­fé­lagi eins og Artist Inclu­si­ve er.

Artist Inclu­si­ve er al­þjóð­legt öruggt sam­fé­lag fyrir lista­menn til að tengjast, deila hugar­fari lista­mannsins og vinna saman. Ég fann mig bara oft eina án stuðnings. Ég held að það hafi hjálpað mér með því að vera með alls kyns lista­mönnum og leik­stjórum í sam­fé­lagi sem er að hluta til þess vegna sem ég er að búa þetta til fyrir aðra.“

Anna Rósa lærði leik­list í Uni­versity of Was­hington in Seatt­le.
Fréttablaðið/Eyþór Árnason

Viss endur­speglun

Hvernig gengur þetta fyrir sig?

„Þetta er net-rými fyrir lista­menn til að koma saman. Það er viss endur­speglun og nálgun. Lista­menn geta búið til verk­efni saman, sem getur síðan orðið að raun­veru­legri vinnu. Allir sem ég hef tekið við­töl við í hlað­varpinu mínu, þar á meðal Helen Hunt, tala um mikil­vægi þess tengjast öðrum lista­mönnum.“

Hver er kostur þess að mynda sterkt tengsla­net og fá að­stoð frá öðrum sem hafa verið í sömu stöðu?

„Það er mjög mikil­vægt að um­kringja sjálfan þig með ó­líku fólki með sama hugar­far. Sam­fé­lagið snýst líka um á­byrgð á hugsunum þínum og gjörðum þínum. Artist Inclu­si­ve er sam­fé­lag sem hjálpar lista­mönnum að bera á­byrgð, skýr­leika og þannig skapa sér árangur.“

Helen Hunt ræddi í hlað­varpinu um mikil­­vægi þess tengjast öðrum lista­­mönnum.
Fréttablaðið/EPA

Hún segir það eitt og sér mjög gefandi að geta hjálpað öðrum lista­mönnum að tengjast og búa til sín eigin vöru­merki.

„Í lok dagsins er það um það sama og það kemur niður á hugar­far lista­mannsins. Það snýst um hvernig þú finnur þig í faginu og hver þú ert án starfs­greinarinnar. Þetta snýst um hvernig þú lítur á sjálfan þig. Hvernig þér líður þegar þú ert ekki með vinnu,“ segir Anna Rósa.

Hún segist hafa mikinn á­huga að fá ís­lenskt lista­fólk með í verk­efnið.

„Ég myndi elska að hafa ís­lenska lista­menn í sam­fé­laginu og ég myndi taka við­tal við ís­lenska lista­menn fyrir hlað­varpið Artist Inclu­si­ve. Það eru margir New York-búar í sam­fé­laginu og ég veit að það gæti verið mjög skemmti­legt að búa til sam­starf yfir At­lants­hafið.“

Alltaf með eitt­hvað í gangi

Segðu mér frá hlað­varpinu ykkar?

„Hlað­varpið er annað form til að tengja við lista­menn. Við ræðum við alls konar lista­menn um lífs­hætti þeirra og hvernig þeir stunda listina.“

Hefur verið auð­velt að fá stjörnur til að deila sinni reynslu af bransanum?

„Hlað­varpið snýst ekki að­eins um að fá stjörnur, þó að Helen Hunt hafi haft næga trú á sam­fé­laginu okkar til þess að koma í við­tal. Við tölum við alls konar lista­menn, höfunda, dansara, tón­listar­fólk, sjón­varps- og kvik­mynda­leikara. Það er gefandi að hlusta á söguna um ferli þeirra og hvernig þeir þrífast í listinni,“ segir Anna Rósa.

Anna Rósa vinnur nú að því að endur­reisa eigið fyrir­tæki eftir að haf misst megin­þorra við­skipta­vina sinna vegna heims­far­aldursins.

„Ég var að vinna með við­skipta­vinum að skrifa texta í hótel- og ferða­geiranum. Núna er ég að vinna með alls­kyns frum­kvöðlum út um allan heim í ýmsum at­vinnu­greinum. Mér finnst það mjög spennandi. Ég skrifaði einnig heimilda­mynd um Ellen Kristjáns­dóttur í heims­far­aldrinum.,“ segir hún glað­lega að lokum.