Hönnunarverðlaun Reykjavík Grapevine voru tilkynnt í dag, en á meðal sigurvegara er fatahönnuðurinn Anita Hirlekar og verslunin Fischer. Alls voru veitt verðlaun í fjórum flokkum fyrir bestu fatahönnunina, vöru ársins, vörulínu ársins og svo að lokum verkefni ársins, sem kallast „Catch of the day“.

Sú verðlaun hlaut hugvitsmaðurinn Björn Steinar Blumenstein en hann fer iðulega á milli ruslagáma og týnir til matvæli sem verslanir hafa fleygt í ruslið. Matinn notar hann til þess að eima sterk brennivín. Tilgangur verkefnisins er meðal annars að nýta það sem fellur til í verksmiðjuframleiðslu nútímans.

Svokallaður Mínútustjakar sigruðu í flokknum vara ársins.Það eru þær Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir hjá Stúdíó Flétta sem framleiða vöruna. Hugmynd þeirra er að fjöldaframleiða einfalda kertastjaka úr leir á eins skömmum tíma og mögulegt er sem og á náttúruvænan hátt.

Verðlaunin voru afhent í Ásmundarsal í dag, föstudaginn 22. mars, klukkan 17:00.

Hér fyrir neðan má sjá helstu sigurvegarana:

Vara ársins:

Mínútstjakar, Stúdíó Flétta

Runner up: First Lady, Lady Brewery.

Looking forward to: Gagn

Verkefni ársins:

Sigurvegari: Catch of the day, Björn Steinar Blumenstein

Runner Up: Nordic Angan, Sonja Bent & Elín Hrund.

Looking forward to: Non Flowers, Thomas Pausz.

Vörulína ársins:

Sigurvegari: Verslunin Fischer, Lilja, Inga og Sigurrós Birgisdætur

Runner Up: Another Dialouge, Hanna Dís Whitehead

Looking forward to: Mould, Theodóra Alfreðsdóttir

Fatahönnun:

Siguvegari: Aníta Hirlekar

Runner up: Natalia Sushchenko

Looking Forward to: Ýr Jóhannsdóttir & Helga Lára Halldórsdóttir