Heimurinn fór bókstaflega á hliðina þegar að það fréttist að heimsins frægasta leikarapar Angelina Jolie og Brad Pitt væri skilin.
Parið var iðulega nefnt í sömu andránni sem „Brangelina“ og höfðu verið saman frá árinu 2004.
Þau gengu í hjónaband tíu árum síðar en það entist ekki lengi þar sem að Jolie sótti um skilnað árið 2016 á grundvelli óásættanlegs ágreinings. Hún fór einnig fram á fullt forræði yfir börnum þeirra sex.

Mynd af allri fjölskyldunni saman birtist fyrir skemmstu á  ásamt yfirlýsingu frá Angelinu Jolie sem er eftirfarandi: „Við erum og verðum alltaf fjölskylda að eilífu. Ég er að leita leiða til að gera okkur samheldnari og sterkari.“

Áfengis- og vímuefnaneysla Brad Pitts mun hafa verið megin orsök skilnaðarins á sínum tíma, en hann leitaði sér aðstoðar við vandanum skömmu eftir skilnaðinn. Fljótlega eftir skilnaðinn fóru sögur á kreik um að leikkonan Jennifer Aniston og að Brad væru aftur farin að stinga saman nefjum en þau voru trúlofuð um árabil.

Nýlega bárust fréttir af því að Jennifer Aniston og eiginmaður hennar Justin  hefðu ákveðið að skilja og því er Aniston aftur orðin laus og liðug.  Hvort að nýjasta fjölskylduútspil Angelinu sé lagt fram í þeim tilgangi að tryggja það að Aniston og Pitt verði ekki par aftur skal ósagt látið, en óhætt er að segja að heimspressan fylgist grannt með.