Hin undur­fagra leik­kona Angelina Joli­e sást með tón­listar­manninum The We­eknd um helgina þegar þau fara út að borða á laugar­dags­kvöld.

Joli­e og We­eknd mættu í sitt­hvoru lagi á ítalska veitinga­staðinn Giorgio Baldi í Santa Moni­ca og nutu sam­vista hvors annars í rúmar tvær klukku­stundir í einka­her­bergi staðarins.

Ljós­myndarar biðu fyrir utan og mynduðu parið þegar þau fóru saman í burtu á bíl tón­listar­mannsins . Sam­kvæmt frétt Daily Mail lá leiðin að heimili We­eknd í Bel Air hverfinu.

Angeline Joli­e er 46 ára sex barna móðir og er We­eknd 31 árs gamall og barn­laus.

Líkt og flestum er kunnugt var Joli­e gift leikaranum Brad Pitt og skildu leiðir þeirra árið 2016. Þau einungis gift í tvö ár af þeim 12 árum sem þau voru saman. Parið gekk oftar en ekki undir nafninu Brangelina.