Andri Snær Magnason og Guðrún Eva Mínervudóttir hafa verið tilnefnd til Bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs 2021 fyr­ir Íslands hönd.

Tilnefningarnar voru tilkynntar nú fyrir skemmstu í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambands Íslands .

Andri Snær er tilnefndur fyrir skáldsöguna Um tímann og vatnið og Guðrún Eva fyrir Aðferðir til að lifa eftir.

Alls eru fjórtán verk tilnefnd til verðlaunanna í ár frá öllum Norðurlöndunum. Verðlaunin verða afhent í Kaupmannahöfn þann 2. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs.

Verðlaunin eru ekki af verri endanum en verðlauna­haf­inn fær verðlauna­grip­inn Norður­ljós og tæpar 6,2 millj­ón­ir ís­lenskra króna.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um verðlaun­in má nálg­ast á vef Norðurlandaráðs.