Söng­leikja­skáldið Andrew Lloyd Webber hataði kvik­mynda­út­gáfuna af söng­leik sínum Cats svo mikið að hann fékk sér hund. Þetta kemur fram í nýju við­tali í Varie­ty þar sem hinn 73 ára Webber dregur ekkert af skoðunum sínum á kvik­myndinni.

„Cats var út úr kortinu slæm. Það var enginn skilningur á því hvað fær tón­listina til að tifa. Ég horfði á þetta og hugsaði bara ‚Ó, Guð, nei‘,“ segir Webber.

Cats, sem er einn vin­sælasti söng­leikur sögunnar, var að­lagað að kvik­mynda­forminu árið 2019 af leik­stjóranum Tom Hooper. Myndin fékk varð hins vegar að­hláturs­efni gagn­rýn­enda og gekk mjög illa í sölu, græddi til að mynda innan við 30 milljónir dollara í Banda­ríkjunum.

Webber þótti myndin raunar svo slæm að hann fór og keypti sér hund:

„Þetta var í fyrsta sinn á mínum 70 plús árum að ég fór út og keypti mér hund. Þannig að það eina góða til að koma úr þessu var litli Hava­nese hundurinn minn,“ segir hann.

Að sögn Webbers varð hann svo háður hundinum í gegnum Co­vid far­aldurinn að hann fann leið til að taka hann með sér í flug til New York. Lét hann skrá hundinn sem stuðnings­dýr svo hann þyrfti ekki að láta hann frá sér.

„Ég skrifaði þeim og sagði að ég þyrfti að hafa hann með mér öllum stundum vegna þess að ég er til­finninga­lega skemmdur. Flug­fé­lagið skrifaði til baka og sagði ‚ Geturðu sannað að þú þurfir hann virki­lega?‘ Og ég sagði ‚Já, sjáið bara hvað Hollywood gerði við söng­leikinn minn Cats. Síðan kom sam­þykkið til baka með at­huga­semdinni ‚Ekkert læknis­vott­orð nauð­syn­legt‘.“

Webber hefur reyndar sjaldnast verið á­nægður með kvik­mynda­út­gáfur söng­leikja sinna. Hann tjáði til dæmis Varie­ty að hann væri ekki að­dáandi út­gáfunnar frá 1973 af Jesus Christ Superstar og sagði að 2004 út­gáfan af The Phantom of the Opera hefði skartað kol­röngum leikurum. Eina myndin sem hann virðist vera full­kom­lega sáttur við er 1996 út­gáfan Evita, aðal­lega vegna þess hversu á­nægður hann er með flutning Madonnu í titil­hlut­verkinu.

„Allt til þessa dags tel ég að enginn hefði getað gert það betur,“ segir hann.