Líf­stíls­bloggarinn Andrea Sveins­dóttir og kærastinn hennar, raun­veru­leika­þátta­stjarnan Mor­ten Dal­haug, eru í vand­ræðum þar sem þau eru bú­sett í Kristiansand í Noregi. Þau ná ekki að selja í­búðina sína fyrir fyrir­hugaða flutninga til Osló.

Andrea og Mor­ten kynntust í norsku út­gáfunni af raun­veru­leika­þáttunum Love Is­land árið 2018 og eru al­sæl saman. Andrea er lands­þekkt í Noregi og opnaði sig meðal annars um eigið kyn­heil­brigði árið 2018.

Þau settu í­búðina sína á sölu í maí síðast­liðnum því parið vill stækka við sig. Þau vilja helst eiga íbúð með garði en ekkert hefur gengið né rekið síðan og grunar Andreu að vit­lausar upp­lýsingar hafi verið settar fram af fast­eigna­sölunni í upp­hafi.

„Það var gerð ein­hver vit­leysa, svo ég get í­myndað mér að fólk hafi haldið að hún væri of dýr,“ segir Andrea í samtali við norska miðilinn Se og Hør. Parið í­hugar nú að fresta sölunni en Andrea viður­kennir að á­kvörðunin sé erfið.

„Við vitum ekki alveg hvað við eigum að gera. Við vitum ekki hvort okkur langar að búa lengur í Sørlandet. Við vorum alveg til­búin til að vera lengur en viljum helst prófa að búa í Osló.“

Andrea og Morten hafa verið hamingjusöm allt frá því þau kynntust í Love Island.
Mynd/TV3

Kynntust í Love Is­land

Eins og áður segir kynntust þau Andrea og Mor­ten í fyrstu norsku út­gáfunni af raun­veru­leika­þáttunum Love Is­land árið 2018. Parið segir í sam­tali við norska miðilinn að að­stæðurnar hafi verið ein­stakar í þáttunum.

„Það er mjög fal­legt að hugsa til baka til ferða­lagsins okkar, frá því við hittumst fyrst og þar til við urðum elsk­hugar. Ég græt enn í hvert sinn sem ég horfi á síðasta þáttinn þar sem Mor­ten biður mig um að vera með sér,“ segir Andrea.

„Við fengum líka að kynnast hvort öðru á annan hátt en venju­legt er. Við vorum ekki með neina síma eða truflanir, við urðum að tala saman og vorum saman í 24 tíma á dag. Við sváfum líka í sama rúmi í mánuð án þess að gera nokkuð kyn­ferðis­legt, sem er svo­lítið ó­venju­legt í dag og ég held að það hafi verið mjög já­kvætt.“