André Leon Tall­ey, einn á­hrifa­mesti tísku­blaða­maður heims og fyrr­verandi rit­stjóri á Vogu­e, undir stjórn Önnu Win­tour, er látinn 73 ára að aldri. Tall­ey var tísku­rit­stjóri blaðsins frá 1983 til 1987 og svo var hann fyrsti svarti list­ræni stjórnandi þess frá 1988 til 1995.

Greint er frá and­láti hans í er­lendum miðlum en þar kemur fram að hann hafi látist á spítala í New York. Dánar­or­sök er ó­kunn.

Tall­ey var bæði stór per­sónu­leiki og há­vaxinn karl­maður og því fór mikið fyrir honum hvert sem hann fór. Hann var braut­ryðjandi í tísku­heiminum en hann var vel þekktur fyrir flottan klæðnað og skarpar at­huga­semdir sínar. Hann nýtti stöðu sína í­trekað til að auka fjöl­breyti­leika á tísku­pöllunum sem og bak­sviðs.

Fjöl­margir hafa minnst hans á sam­fé­lags­miðlum en hér að neðan má sjá minningar­orð frá leik­konunni Violu Davis, fata­hönnuðinum Marc Jacobs, fata­hönnuðinum Diane von Fursten­berg og fleirum.