André Leon Talley, einn áhrifamesti tískublaðamaður heims og fyrrverandi ritstjóri á Vogue, undir stjórn Önnu Wintour, er látinn 73 ára að aldri. Talley var tískuritstjóri blaðsins frá 1983 til 1987 og svo var hann fyrsti svarti listræni stjórnandi þess frá 1988 til 1995.
Greint er frá andláti hans í erlendum miðlum en þar kemur fram að hann hafi látist á spítala í New York. Dánarorsök er ókunn.
Talley var bæði stór persónuleiki og hávaxinn karlmaður og því fór mikið fyrir honum hvert sem hann fór. Hann var brautryðjandi í tískuheiminum en hann var vel þekktur fyrir flottan klæðnað og skarpar athugasemdir sínar. Hann nýtti stöðu sína ítrekað til að auka fjölbreytileika á tískupöllunum sem og baksviðs.
Fjölmargir hafa minnst hans á samfélagsmiðlum en hér að neðan má sjá minningarorð frá leikkonunni Violu Davis, fatahönnuðinum Marc Jacobs, fatahönnuðinum Diane von Furstenberg og fleirum.
Andre Leon Talley, Vogue Editor and Fashion Legend, Dies at 73 - The Daily Beast…. A truly original heart , spirit and mind. He cast a giant shadow and will not soon be forgotten. What’s loss. https://t.co/Rxixp4A1pE
— Harvey Fierstein (@HarveyFierstein) January 19, 2022
Oh goodness. What a loss. Andre Leon Talley has been such a inspiration to me. He grew up in North Carolina and was brilliant, bold, and innovative as hell in his work and his life. Watch the doc about him- The Gospel According to Andre- and remember him well. RIP. https://t.co/nbnYa3xWed
— Emily V Gordon (@emilyvgordon) January 19, 2022