Borgar­yfir­völd í Amsterdam til­kynntu í dag að þau muni ekki sækjast eftir því að halda Euro­vision söngva­keppnina á næsta ári vegna tækni­legra erfið­leika en frá þessu er greint á vef ESCToday.

Fem­ke Halsema, borgar­stjóri Amsterdam, til­kynnti þetta í dag en ekki hefur tekist að finna rétta tón­listar­höll til að halda keppnina í, en borgar­yfir­völd höfðu reitt sig á Ziggo Dome tón­listar­höllina en í gær var ljóst að höllin er ekki til reiðu. Það tekur nefni­lega átta vikur að undir­búa söngva­keppnina og þarf höllin því að vera til taks allan þann tíma.

Eins og al­þjóð lík­legast veit fóru Hollendingar með sigur af hólmi í keppninni í fyrra en fimm hollenskar borgir keppast enn um að fá að halda keppnina. Þær eru Rotter­dam, Utrecht, Den Bosch, Arn­heim og Maastricht/Limburg. Í frétt ESCToday er full­yrt að Rotter­dam verði lík­legast fyir valinu.