Kat­hy Bieber, Amma kanadíska söngvarans Justin Bieber, lenti í al­var­legu bíl­slysi á dögunum. Sagt er að hún sé heppin að vera á lífi. Slúður­frétta­miðillinn TMZ greinir frá.

Myndir af slysstað voru birtar í Face­book hóp sem er fyrir þá sem búa í Strat­ford í Kanada og hafa á­huga á klassískum bílum. Þar spurði stjórnandi hópsins um hvort það gæti ein­hver borið kennsl á hver ætti bílinn.

Strákur að nafni Brandan Ste­ven, sem einnig virðist vera skyldur söngvaranum, greindi frá því að Kat­hy Bieber ætti bílinn og að þau tvö hefðu lent í slysinu.

„Við vorum stopp vegna þess að það var bíll fyrir framan okkur að beygja. Síðan kom öku­maður sem var annars hugar og keyrði aftan á okkur,“ sagði Brandan. Öku­maðurinn er sagður hafa verið á rúm­lega 100 kíló­metra hraða.

Brandan lýsti því að hann hefði þurft að toga ömmu sína úr bílnum. „Það hefði getað farið verr ef við hefðum verið lengur föst í bílnum,“ sagði hann.

Eins og sjá má var bíll Kathy verulega illa farinn eftir áreksturinn.
Fréttablaðið/Skjáskot