Leikkonan Amanda Seyfried gagnrýndi áhrifavaldinn Arielle Charnas í gær fyrir að stuðla að óheilbrigðri líkamsímynd kvenna á Instagram reikningi sínum.

Fyrr í vikunni hafði Arielle deilt mynd af sjálfri sér í bikiní með undirskriftinni „Stolt af líkama mínum fyrir að hafa eignast tvö börn.“

Auðæfi gerðu líkamann mögulegan

Eftir birtingu myndarinnar deildi Amanda færslu sem útskýrði hvers vegna skilaboð myndarinnar ýttu undir óheilbrigð viðmið á líkama kvenna. Sérstaklega áhersluna á það að mæður kæmust sem allra fyrst í sitt fyrra form. „Auðæfi gerðu líkamsþjálfun/líkama þinn mögulegan“ stóð meðal annars í færslunni sem segir fáa hafa möguleika á því að einblína á líkamsbyggingu eftir barnsburð.

Amanda furðaði sig einnig á því að áhrifavaldurinn hafi „blokkað“ sig eftir að hafa hlotið gagnrýni. „Ef við erum tilbúin til að fá greitt fyrir að flíka lífsstíl okkar verðum við að vera opin fyrir umræðu um það sem við auglýsum.“

Færsluna má sjá í heild sinn hér:

View this post on Instagram

Proud of my body after two kids 💚

A post shared by Arielle Noa Charnas (@ariellecharnas) on