Barnastjarnan Amanda Bynes fetar sig í átt að sviðsljósinu eftir eitt ár af edrúmennsku en hún hvarf nánast af sjónarsviðinu fyrir um það bil ári. Leikkonan birti myndband af sér í dag þar sem hún baðst afsökunar á því að hafa kallað aðrar stjörnur ljótar á Twitter.

Bynes fór mikinn á samfélagsmiðlum fyrir um ári tók meðal annars Rihönnu, Chrissy Teigen, Jay-Z, Drake, Ru Paul og Obama-hjón­in fyrir á Twitter síðu sinni.

Amanda Bynes var ein vinsælasta leikkona Hollywood á síðasta áratugi.
Fréttablaðið/Getty

Kynntist ástinni í meðferð

„Mér leið illa með sjálfa mig á þessum tíma og það var erfitt fyrir mig að tjá mig vegna þess að ég var í harðri neyslu,“ játar Bynes í myndbandinu. Hún hefur nú verið edrú í eitt ár og býr á áfangaheimili fyrir fíkla sem eru að feta sig í átt að nýju lífi.

Aðeins vika er síðan leikkonan greindi frá því að hún og „ástin í lífi hennar“ væru trúlofuð en svo virðist sem hann hafi farið á skeljarnar á Valentínusardaginn sjálfan. Hinn heppni heitir Paul Michael og býr með Bynes á meðferðarheimilinu. Hann hefur einnig verið án áfengis og annarra efna í eitt ár.

„Ég vildi bara láta ykkur öll vita að ég elska ykkur og er virkilega hamingjusöm.“ Hún hafi fundið það sem hún átti skilið, sem var auðvitað hennar heittelskaði Paul.