Hall­dór Krist­manns­son, fyrr­verandi fram­kvæmda­stjóri hjá lyfja­fyrir­tækinu Al­vogen, hefur sett Sunnu­flatar­höllina á sölu.

Hall­dór keypti ríf­­lega 930 fer­­metra fok­helt ein­býl­is­hús við Sunnu­­flöt 48 í Garða­bæ af Lands­bank­an­um, fyrir 53 millj­ónir króna árið 2014. Fast­eigna­mat hússins er nú yfir 290 milljónir.

Áður en Lands­bank­inn leysti húsið til sín var það í eigu fast­­eigna­sal­ans Arn­ars Sölva­­son­ar, sem keypti teikn­ingu að hús­inu og lóð­ina við Sunnu­­flöt á sjö­tíu millj­ónir króna árið 2007. Arki­­tekta­­stofan Gassa gerði teikn­ing­una, en þá átti húsið að vera 600 fer­­metr­ar.

Ítarlega er farið yfir hönnun hússins á Smartlandinu en hún er sögð einstök en allar inn­réttingar eru sér­smíðaðar af danska fram­­leið­and­anum Bo­form. Húsið er búið húsgögnum frá ítölskum gæðamerkjum eins og Minotti, Flexform og Maxalto. Glugga­­kerfi húss­ins er frá þýska fram­­leiðand­an­um Schucho en all­ir glugg­arn­ir opn­ast með raf­­­magni. Þá er sérinnfluttar físar frá Sviss. Í herbergjum er hvít eik á gólfunum, sérpöntuð frá Danmörku.

Þá er stór steyptur heitur pottur og stór við­halds­frír harð­viða­pallur í garðinum en steyptir veggir í kringum húsið sem skapar næði.

Gunnar Sverrir Harðar­son, fast­eigna­sali hjá Remax sér um sölu á húsinu

Ljósmynd/Remax