Lífið

Alveg ó­fært að sjá Króla og Jóa­Pé beita of­beldi

Rappararnir Króli og JóiPé skutu upp kollinum sem of­beldistuddar í áttunda þætti Ó­færðar. Nokkurt upp­nám varð á Twitter í kjöl­farið og ljóst að mörgum að­dá­endum þeirra þótti ó­þægi­legt að sjá and­fé­lags­lega hegðan hjá þessum annars dag­fars­prúðu drengjum.

JóiPé og Króli í hluverkum ódælla sveitadrengja að þjarma að Aroni Finnssyni, sem Stormur Jón Kormákur Baltasarsson, leikur í Ófærð. Skjáskot/RÚV

RÚV sýndi áttunda þátt Ófærðar 2 í gærkvöld og venju samkvæmt hitnaði vel í kolunum á Twitter þar sem áhorfendur deildu af miklum móð palladómum, fimmaurabröndurum og ýmiskonar áhyggjum af gáfnafari og örlögum ákveðinna persóna.

Mest bar á þungum áhyggjum af afdrifum einnar lykilpersónu þáttanna en sjálfsagt borgar sig að hafa sem fæst orð um þau ósköp öll með þá í huga sem enn hafa ekki horft á þáttinn.

Þar fyrir utan vakti mikla athygli þegar rappararnir geðþekku Króli og JóiPé birtust heldur illúðlegir og fóru fyrir unglingagengi sem taldi sig eiga sitthvað vantalað við Aron Finnsson, sem Stormur Jón Kormákur Baltasarsson, leikur.

Þeim viðskiptum lauk með handalögmálum á bæjarkránni en staðhaldarinn sá þó ekki ástæðu til þess að skerast í leikinn og hóta að vísa JóaPé og Króla á dyr fyrr en Aron var kominn í gólfið með blóðnasir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Sjöundi í Ófærð: „Latt sæði“ og dauðir fiskar

Lífið

Krepptur bangsi og ófær sorp­­flokkun á Sigló

Lífið

Vel tekið í fyrsta þátt af Ó­færð 2 á Twitter

Auglýsing

Nýjast

Qu­een og Adam Lambert koma fram á Óskarnum

Punis­her og Jessi­ca Jones síðust úr Mar­vel af Net­flix

Dill missti einu ís­lensku Michelin-stjörnuna

Skál! fær viður­kenningu frá Michelin

Smyrill á tólftu hæð: „Virtist alveg sama um okkur“

Forritið Tudder: „Eins og Tinder fyrir nautgripi“

Auglýsing