@style

Þessi þunga beikonpressa er bráðsniðugt tæki. Það kemur í veg fyrir að beikonið krullast þegar það er steikt og það verður stökkt og gott. Pressuna er líka hægt að nota til að gera heita samloku.
Mörgum finnst leiðinlegt að skera vatnsmelónu. Hér er lítið undratæki sem tekur af þér ómakið og sker hana á einfaldan hátt í mátulegar sneiðar. Hægt er að nota tækið til að skera fleiri gerðir af melónum og ananas.
Það er auðvitað ekki hægt að bleyta á sér fingurna þegar maður dýfir Oreo kexinu í mjólk. Þetta tæki er auðvitað alveg nauðsynlegt á hverju heimili.
Þessi skemmtilegi snagi sem hægt er að hengja á hvaða pönnu sem er kemur sér vel þegar maður þarf að leggja frá sér sleifina. Maður einfaldlega hengir hana á snagann og sleppur þar með við að skella henni á borðið sem getur verið subbulegt.
Hver nennir að tína steininn úr kirsuberinu þegar maður getur haft svona hjálp til þess? Tækið losar steina úr kirsuberjum á örskotsstundu.
Hefur þú lítinn tíma fyrir afmælið og ætlar að skreyta tertu með niðursneiddum jarðarberjum? Þá er hér tækið sem sparar þér tíma og sker jarðarberin niður á stuttum tíma.
Það er ekkert skemmtilegt að fá heita gufuna framan í sig þegar maður losar vatn af kartöflum, grænmeti eða pasta. Þetta sniðuga sigti hjálpar til við eldhússtörfin á margan hátt.
Nauðsynlegt tæki eða ekki? Það skiptir ekki máli. Þetta er stórsniðugt þegar skera þarf niður beyglu eða hamborgarabrauð.
Gerðu lífið einfaldara þegar mismunandi grænmeti er skorið niður. Hér fer það bara beint ofan í skúffur. Einfalt og þægilegt. Hægt er að kaupa fleiri skúffur en þrjár fylgja.