Al­þingi hefur fengið lánuð tvö raf­magns­reið­hjól til reynslu í tvær vikur. Þetta kemur fram á vef þingsins í færslu sem var birt fyrir helgi.

Þar kemur fram að þing­menn og starfs­menn skrif­stofunnar geta fengið hjólin lánuð í lengri og skemmri ferðir. Er til­gangurinn að hvetja til notkunar á reið­hjólum og kanna grund­völl fyrir því að þingið kaupi raf­hjól til út­lána.

Al­þingi tekur þátt í verk­efninu Græn skref í ríkis­rekstri og í því felst meðal annars að hvetja fólk til að nota um­hverfis­væna sam­göngu­máta til og frá vinnu og á vinnu­tíma, hvort heldur er í stuttar vinnu­tengdar ferðir eða skot­túra í einka­erindum.