Pör eiga það til að vera vanaföst þegar kemur að kynlífí hvort sem um ræðir kynlífstellingar eða tæki ástarlífsins.

Trúboðastellingin er ein þeirra stellinga sem verður oft fyrir valinu. Fjöldi leiða er til að krydda upp á þessu gömlu góðu stellingu samkvæmtkynlífstækjaversluninni Blush, en á vefsíðu þeirra má finna alls kyns fróðleik tengdum kynlífi.

„Ekki snúa þó al­gjör­lega baki við þessari gömlu góðu stellingu og hugsaðu þér í staðinn leiðir til að bæta gamalt svo það verði gott aftur. Ekki gleyma því að það er á­stæða fyrir því að þessi stelling reynist svona vin­sæl meðal margra,“ segir í færslu Blush.


Níu aðferðir til að krydda upp á trúboðann:

  1. Fyrsta leiðin sem er nefnd er að lyfta mjöðmunum upp. „Prófaðu að setja kodda undir mjaðmirnar til að breyta hallanum. Það mun verða til þess að limurinn fer dýpra inn í leg­göngin eða enda­þarm.“
  2. „Þrýstu saman lærunum, það mun verða til þess að hann nær að örva snípinn meira.“
  3. Faðmið hvort annað með því að annar ein­stak­lingurinn vefur höndunum utan um hinn og dregur líkama hins að sér. „Það mun auka nándina.“
  4. Haltu þér: „Annar aðilin grípur um mjaðmir hins og þar með getur þú stjórnað bæði hraða og dýptinni betur.“
  5. Notið kyn­líf­stæki á meðan þið stundum kyn­líf í trú­boðanum: „Einnig finnst mörgum ein­stak­lingum æði að láta gæla við geir­vörturnar á sér á meðan kyn­lífi stendur.“
  6. Horfist í augu:„Prófaðu að ná augn­sam­bandi og horfa á öll til­finninga­leg við­brögð hjá makanum. Það getur verið rosa­lega heitt. Sjáðu hvernig makinn nýtur sín við að stunda kyn­líf með þér.“
  7. Bindið hvort annað: „Hvort sem þið notið hand­járn, band, trefill, bindi eða hvað sem ykkur dettur í hug. Það getur verið virki­lega kyn­æsandi þegar annar aðilinn tekur stjórnina og gælir við líkama þinn.“
  8. Flengingar: „Sumum finnst það kannski svo­lítið gróft en það getur verið kyn­æsandi að slá að­eins á rassinn á maka þínum til að láta hann vita að þú ert æst/ur.“
  9. Koss­af­lens: „Þetta er ein af fáum stellingum þar sem virki­lega greiður að­gangur er að munni maka þíns. Það er svo auð­velt að stela kossum í trú­boðanum og það er ekkert sem heitir of mikið koss­af­lens í kyn­lífi.“