Fjölmargir notendur á samfélagsmiðlum á borð við Twitter, Facebook og Instagram hafa í dag birt svarta mynd með myllumerkinu Blackout Tuesday en um er að ræða átak til að stöðva alla starfsemi og hrista upp í vinnuvikunni í ljósi ástandsins í Bandaríkjunum.

Líkt og áður hefur verið greint frá er ástandið verulega eldfimt um þessar mundir í Bandaríkjunum eftir að George Floyd lést af völdum lögreglu í Minneapolis en fjölmenn mótmæli eiga sér nú stað víðs vegar í Bandaríkjunum.

Allur heimurinn tekur þátt

Að baki átaksins eru tónlistarframleiðendurnir Jamila Thomas og Brianna Ahgyemang en þær hvöttu tónlistarmenn til að taka þátt í átakinu undir upprunalega myllumerkinu, #theshowmustbepaused. Fjölmargir tónlistarmenn taka þátt í átakinu og var hætt við ýmsa viðburði vegna þessa.

Það eru þó ekki aðeins aðilar innan tónlistariðnaðarins sem hafa tekið þátt í átakinu heldur hafa íþróttamenn, leikarar, samfélagsmiðlastjörnur og jafnvel fyrirtæki tekið þátt. Þá eru það ekki aðeins Bandaríkjamenn sem birta svartar myndir í dag en til að mynda má sjá Íslendinga taka þátt í átakinu.

View this post on Instagram

It’s hard to know what to say because I’ve been dealing with racism my entire life. That said, it’s rearing its ugly head right now & by God it’s time to deal with it once & for all. My team & I stand for justice. Conversations will be had & action will be taken. #THESHOWMUSTBEPAUSED For all of my friends in the blind and differently-abled communities, here’s the text that is included in this image: “MUSIC INDUSTRY BLACK OUT TUESDAY Due to recent events please join us as we take an urgent step of action to provoke accountability and change. As gatekeepers of the culture, it’s our responsibility to not only come together to celebrate the wins, but also hold each other up during a loss. Join us on Tuesday JUNE 2 as a day to disconnect from work and reconnect with our community. #THESHOWMUSTBEPAUSED”

A post shared by Quincy Jones (@quincydjones) on

View this post on Instagram

#blacklivesmatter

A post shared by Wardell Curry (@stephencurry30) on

View this post on Instagram

#theshowmustbepaused #blackouttuesday

A post shared by Elton John (@eltonjohn) on

View this post on Instagram

❤️ #blackouttuesday

A post shared by Emmsjé Gauti (@emmsjegauti) on