Almannavarnir kynna landsmönnum fyrir nýjum jólavættum, svokölluðum sóttvarnasveinum.
Ekki er vitað hvort um sé að ræða fjarskylda frændur jólasveinana eða áður óþekkta niðja Grýlu og Leppalúða en ljóst er að þessir vættir fylgja sóttvarnarreglum.
Sá fyrsti, Félagsfælir, kom ekki til byggða sama dag og jólaveinninn Stekkjarstaur lagði leið sína niður af fjöllum. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur almenning til að fylgja fordæmum hans með því að vera heima.
Á sama tíma og Giljagaur arkaði af stað til að fleyta froðuna ofan af mjólkurfötunum ákvað annar sóttvarnarsveinn, Þvottaleppur, að þvo sér um lúkurnar.
Almannavarnir birtu að þessu sinni vísbendingar um sveinarnir séu ekki mennskir en að sögn almannavarna hefur hann sinnt handþvotti í mörghundruð ár. Þeir hljóta að vera að gera eitthvað rétt fyrst þeir lifa svona lengi. Hver ætli komi næst?