Alma D. Möller, landlæknir, er orðin amma.

Sonur hennar, Jónas Már Torfason og kærasta hans, Andrea Gestsdóttir, eignuðust tvíburastúlkur fyrir viku síðan og eru þær því vikugamlar í dag.

Jónas Már, greinir frá gleðifregnunum á Facecook en önnur stúlknanna hefur verið nefnd í höfuðið á Ölmu.

„Við erum bæði stolt að kynna hér formlega þær Ölmu Jóhönnu og Vigdísi Sölku Jónasdætur. Andreu heilsast vel og hefur staðið sig með ólíkindum vel. Það hefur verið yndislegt að sjá hana í þessu nýja hlutverki og ég hlakka til að sjá þessar þrjár sterku konur í mínu lífi vaxa og dafna enn frekar," skrifar nýbakaður faðir.

Jónas Már er lögfræðingur og formaður uppstillingarnefndar Samfylkingarinnar í Suðurvesturkjördæmi en Andrea er nemi í læknisfræði.